Færsluflokkur: Bloggar
13.2.2011 | 14:34
Látið ekki svona..
Allt í lagi ég skil að Það er mikill hiti í þessu máli og ég er orðinn langþreyttur á að losna við þetta úr þjóðarsálinni ég vil ekki þurfa að heyra um Icesave mikið lengur og það er mín skoðun að það þurfi að klára þetta mál á einn eða annan hátt.
Það er einnig mín skoðun að við þurfum að bíta í það súra epli að greiða það sem VIÐ erum ábyrg fyrir. Ég veit að margir vilja ekki heyra neitt þessu líkt en lítið aðeins á málið.
Það vorum VIÐ sem leyfðum þessu að gerast! Hvort sem það var með því að kjósa oftar en einu sinni sömu hálvitana á þing, fólkið sem átti að fylgjast með þessu fyrir okkur.
Með eigin aðgerðum þ.e. með því að taka endalaus lán fyrir einhverju sem VIÐ höfðum ekki efni á að vera að taka lán fyrir. VIÐ lifðum vel í góðærinu. Þetta var Íslenskur banki í eigu Íslensks hálfvita og nú þegar allt hrundi þá á bara ekki að borga skuldir það á bara að kjósa um það hvort það eigi að greiða. Hvenær varð það í lagi að skuldari kjósi um það hvort þeir greiði eða ekki.
Ég veit að mjög stór hluti þessarar skuldar er ekki til kominn frá þjóðinni heldur hálfvitunum í bankanum en þetta var samt gert í okkar nafni úti í heimi. Sem ábyrgðaraðili þá ættum við að samþykkja þennan samning sem að mínu mati er sá síðasti sem við fáum og svo reyna að elta uppi þessa fjármuni sem hurfu því það er á okkar ábyrgð að finna þá.
Hér vilja margir tala um þriðju leiðina dómsmál, enginn heilvita maður sér að það er góð hugmynd áhættan er of mikil. Ef við ekki greiðum þessa skuld þá sitjum við úti á guð og gaddinn í alþjóðasamningum og ástandið hérna heima versnar enn frekar.
Vil bara minna á að við erum eyja út í ballarhafi og við lifum á innfluttningi.
Það er von mín að Ólafur skrifi undir en ef hann gerir það ekki þá ætla ég að kjósa með lögunum.
Ykkar einlagi íslenski þegn.
Garðar Jóhannsson
Sex þúsund manns gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.12.2010 | 08:24
Martix version 0.01
Líkan sem hermir eftir öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2010 | 06:19
Sammála Hawking
Áður en ég segi mína skoðun þá vil ég benda á að ég er kristinn einfaldlega af því að foreldrar mínir eru kristnir og þegar ég fermdist til að staðfesta mína trú þá gerði ég það einungis af því ég vissi ekki betur á þessum aldri. Ég var aðeins að gera eins og allir jafnaldar mínir.
Nú þegar ég er eldri og vonandi vitrari þá veit ég betur. Ég get ekki trúað að Guð sé til þegar öll umgjörðin utan um Guð er lygi búin til af mannkyninu. Hvað hef ég til sönnunar fyrir þessari lygi, nú auðvitað sömu bók og aðrir nota til að sanna tilvist Guðs biblíuna. Biblían er að minni skoðun ekkert annað en reglubók fyrir kirkjuna. Skrifuð og marg ritskoðuð af mönnum (ekki Guði) til þess eins að gefa einni stofnun (kirkjunni) meiri völd en nokkurri annarri í heiminum. Ég er viss um að biblían inniheldur örlítil söguleg sannleikskorn eins og allar góðar lygasögur. Ef vísindin hafa ekki sannað lygina þá hefur kirkjan sjálf séð til þess að ég hætti að kyngja því sem ofan í mig var troðið þegar ég var ungur. Ég lít núna aðeins á kirkjuna sem samfélagsstofnun sem ég er hluti af til að vera með í hópnum. Ég skammast mín samt fyrir að vera hluti af hópi sem ítrekað í sögunni hefur þröngvar trú sinni upp á aðra. Hvort sem það er með þvingunum, hroðaverkum eða stríði bara af því þeir hafa ekki sömu trú. Skoðið bara söguna þetta er mjög algengt hjá þeim sem trúa því að þeirra guð sé sá eini rétti. Ég get ekki treyst stofnun sem brýtur margar af þeim reglum sem þeir settu sjálfir og reyna svo að réttlæta það með því að endurtúlka eða ritskoða biblíuna (reglubókina). Allt þetta er aðeins leikur til að halda í þau völd sem kirkjan hefur yfir lífi kristinna manna. Á jákvæðari nótum þá tel ég kirkjuna vera góða samfélagslega stofnun sem hjálpar mörgum þegar þeir eiga erfitt og það eru örugglega góðar dæmisögur í biblíunni sem einnig hafa hjálpað. En það hefur ekkert með Guð að gera, þetta er aðeins mannlegt eðli. Ég leyfi þeim að trúa á guð sem vilja en á móti vil ég ekki að troðið sé upp á mig trú sem ég veit að er staðfest lygi.
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2010 | 16:29
Góðann daginn! á nú að fara að ritskoða orðabók
Ég segi bara "Only in America". Sjá foreldrarnir sem kvörtuðu ekki hve mikinn skaða þau er að gera börnum sínum með því að láta fjarlægja orðabókina. Ég er viss um að allir í skólunum fengu lægri einkunn í ensku þessa vikuna.
Ég er svo pottþéttur á að í framtíðinni þá muni vera búið að fjarlægja öll litlu ljótu orðin úr orðabókinni í bandaríkjunum og sjálf bókin búin að minka um einn fjórðung. Sem þíðir einnig að þegar þessi kynslóð verður eldri þá vantar kannski eitthvað í orðaforðann hjá þeim. Ef einhver færi að krukka í íslensku orðabókinni þá yrði allt bandbrjálað hér á landi. Ekki eins og hjá BNA þar sem allir eru svo skíthræddir við lögsóknir að það er komið á það stig að þeim er að verða skítsama hvað er satt og rétt bara að þeir þurfi ekki að fara fyrir dóm, því lúffa þeir bara þegar svona kemur upp.
(Klapp) - (Klapp) - fyrir heimskum hlutum :)
Grimmur
Orðabókin of dónaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2009 | 17:23
Af hverju ekki setja skatt sem heitir Útrásar og Banka skattur?
Hvers vegna ekki að búa til skatt þar sem almennur borgari þarf ekki að greiða krónu heldur aðeins þeir sem komu okkur í þessi vandræði. Bara smá hugsun!
Önnur hugsun um málið:
Það er ekki hægt að rýja kind sem er orðin hárlaus. Almenningur var rúinn inn að skinni af bændum á þingi og AGS skaffaði rakvélina.
Enn fitna svínin í stíum sínum hámandi matinn sem bændurnir sköffuðu þeim árin fyrir hrun. Það þarf að fara að búa til beikon og það fljótt.
47% skattur á launatekjur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2008 | 18:44
Ástæða þessa blogs
Sælt veri fólkið! þetta er fyrsta blogg sem ég stofna á ævinni
(áður en þú ferð að hugsa það þá er ég ekki lítill krakki).
Hef nú samt verið við tölvur í eitthvað um 3/4 hluta æfi minnar
þannig að þetta þarfnast skýringar, ég hef bara aldrei hugsað mér
að tala um eitt né neitt á netinu og það var ekki fyrr en nýlega
sem mér fannst ég þurfa að tjá mig um hitt og þetta.
Ég held ég fari bara rólega af stað og bloggi einu sinni í viku eða mánuði.
Þetta er ekki regla, ef ég sé eitthvað sniðugt á netinu þá deili ég því kannski hér.
allt í lagi!
Let the good times roll!
Þar til næst. Bless!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)