13.2.2011 | 14:34
Látið ekki svona..
Allt í lagi ég skil að Það er mikill hiti í þessu máli og ég er orðinn langþreyttur á að losna við þetta úr þjóðarsálinni ég vil ekki þurfa að heyra um Icesave mikið lengur og það er mín skoðun að það þurfi að klára þetta mál á einn eða annan hátt.
Það er einnig mín skoðun að við þurfum að bíta í það súra epli að greiða það sem VIÐ erum ábyrg fyrir. Ég veit að margir vilja ekki heyra neitt þessu líkt en lítið aðeins á málið.
Það vorum VIÐ sem leyfðum þessu að gerast! Hvort sem það var með því að kjósa oftar en einu sinni sömu hálvitana á þing, fólkið sem átti að fylgjast með þessu fyrir okkur.
Með eigin aðgerðum þ.e. með því að taka endalaus lán fyrir einhverju sem VIÐ höfðum ekki efni á að vera að taka lán fyrir. VIÐ lifðum vel í góðærinu. Þetta var Íslenskur banki í eigu Íslensks hálfvita og nú þegar allt hrundi þá á bara ekki að borga skuldir það á bara að kjósa um það hvort það eigi að greiða. Hvenær varð það í lagi að skuldari kjósi um það hvort þeir greiði eða ekki.
Ég veit að mjög stór hluti þessarar skuldar er ekki til kominn frá þjóðinni heldur hálfvitunum í bankanum en þetta var samt gert í okkar nafni úti í heimi. Sem ábyrgðaraðili þá ættum við að samþykkja þennan samning sem að mínu mati er sá síðasti sem við fáum og svo reyna að elta uppi þessa fjármuni sem hurfu því það er á okkar ábyrgð að finna þá.
Hér vilja margir tala um þriðju leiðina dómsmál, enginn heilvita maður sér að það er góð hugmynd áhættan er of mikil. Ef við ekki greiðum þessa skuld þá sitjum við úti á guð og gaddinn í alþjóðasamningum og ástandið hérna heima versnar enn frekar.
Vil bara minna á að við erum eyja út í ballarhafi og við lifum á innfluttningi.
Það er von mín að Ólafur skrifi undir en ef hann gerir það ekki þá ætla ég að kjósa með lögunum.
Ykkar einlagi íslenski þegn.
Garðar Jóhannsson
Sex þúsund manns gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þannig að ef ég svík miljarð út úr einvherjum græðgispung í útlöndum og ítreka við hann að ég sé Íslendingur, þá munir þú borga með brosi þegar ég er stunginn af með gróðann?
Ég skil vel að þú sért orðinn leiður á þessu Icesave, enda það kannski ástæðan fyrir því að fólk er tilbúið að gefast upp. En ég get lofað þér því að verði þessi samningur samþykktur, þá fyrst ferðu að finna fyrir Icesave.
Aumingjaskapur er ekki dyggð. Það er enginn munur á að vera dauður eða steindauður og því eigum við að taka slaginn. Við erum ekki lufsur í norðurhöfum, heldur einstaklingar af holdi og blóði sem eigum mikil tækifæri ef við bara hættum að trúa útlendingum sem vilja hirða allt af okkur.
Jón Lárusson, 13.2.2011 kl. 15:04
Ég viðurkenni að ég hef stundum dottið niður í sama þankagang og birtist í þessum pistli. Skrifa bara undir og einbeita okkur að öðru. En er það ekki svolítil 2007 hugsun? Að skrifa undir lán til að kaupa sér einhvers konar friðþægingu eða til að líta vel út út á við?
Þessi krafa er ólögvarin. Íslendingar höfðu upprunalega 9 mánuði til að bregðast við innistæðuvanda Icesave. Áður en sá tími rann út ákváðu hins vegar Bretar og Hollendingar að greiða sínu fólki innistæðurnar og sendu okkur svo reikninginn með ofurvöxtum. Síðan hefur ekki beint borið mikið á sanngirnisrökum eða réttlætistónum í málstað þeirra gegn okkur. Þvert á móti hafa þeir beitt hótunum og ofbeldi sem meðal annars birtist með beitingu hryðjuverkalaganna. Einu mistök okkar voru að svara ekki fullum hálsi strax og bendi þessu dýrmæta alþjóðasamfélagi á okkar málstað. Þar er ábyrgð stjórnmálamanna mikil og augljóst að tveir ef ekki þrír ráðherrar ættu að segja af sér vegna vanrækslu í málinu.
Staðreyndin er líka sú að hér mun ekkert batna við undirskrift Icesave samninga og ég einfaldlega skil ekki hvernig menn fá það út að staða okkur batni til muna við að samþykkja tuga ef ekki hundruð milljarða skuld í erlendri mynt. Við getum unnið okkur upp í áliti með meir uppbyggjandi hætti en að lúffa fyrir ofbeldi og ósanngirni eins og t.d. með því að vinna okkur út úr vandanum. Við þurfum ekki að taka lán til þess.
Pétur Harðarson, 13.2.2011 kl. 16:04
Það sem ég vildi segja í þessarri rullu minni þarna. Var að við erum ekki ábyrgðarlaus í þessu máli eins og margir vilja halda fram, hluti ábyrgðar er hjá okkur fyrir að láta þetta gerast.
Og nei Jón ég myndi ekki borga með brosi heldur fílusvip og svo myndi ég elta þig uppi hirða af þér gróðann og setja þig í grjótið eins og á að gera.
(úff.. ef það væri svo auðvelt)
Það er okkar að ná aftur einhverju af þessum fjármunum og setja í ríkiskassann. Ég er að hugsa um orðspor Íslands og að Ísland þurfi að sýna öðrum þjóðum að við komumst upp úr þessu og ef því fylgja erfiðar ákvarðanir þá er það þess virði. Þetta myndi sýna hversu sterk við erum. Ég sé ekki betur en að það séu bretar og hollendingar sem eru að lúffa eitthvað með þessum nýja samning. Ég hefði aldrei skrifað undir fyrri samninga en nú er komið að þeim síðasta og þeim besta sem við fáum. Ég tel erfiðari kostinn alls ekki bera vott um aumingjaskap.
Garðar Jóhannsson, 13.2.2011 kl. 19:43
Garðar, skuldugri þjóð hefur verra orðspor, skuldatryggingarálag og tækifæri til skuldabréfaútgáfu heldur en sú sem takmarkar ábyrgðir sínar. Nú sér hver þjóðin af annarri eftir því að hafa samþykkt fullar ábyrgðir á bankahruninu ríki sín. Verðum ekki annað Írland með ofurábyrgðir sem koma í veg fyrir hagvöxt um alla tíð og hvað þá með Evru- spennutreyjuna að auki.
Ívar Pálsson, 13.2.2011 kl. 19:59
Við erum greinilega ekki að sjá þetta eins Garðar. Bretar og Hollendingar tóku þessa erfiðu ákvörðun fyrir okkur og ég lít á það sem aumingjaskap að láta aðrar þjóðir ráða því hvernig við afgreiðum hlutina. Svo er ekki eins og Íslendingar hafi alveg sloppið í þessu. Hér varð algjört bankahrun og ef þú hefur ekki tekið eftir því þá á þorri almennings í verulegum vanda. Það er óþarfi að píslarvætta þjóðina til að þóknast einhverjum Evrópuherrum. Og að segja að Bretar og Hollendingar séu eitthvað lúffa með þessum samningi gefur í skyn að fyrri samningar hafi verið sanngjarnir sem þeir voru svo sannarlega ekki.
Pétur Harðarson, 13.2.2011 kl. 22:16
Rosalega er ég ánægður að þú munir ekki borga með bros á vör, en það vekur hjá mér óhug að þú skulir samt ætla að borga. VIÐ erum ekki ábyrg fyrir sviksemi annarra Íslendinga, frekar en annarra evrópskra þegna (hvað gerist þegar við gögnum í ESB, eigum við þá að taka á okkur allt slæmt í Evrópu, verandi þá evrópskir en ekki íslenskir).
Skil samt hvað þú ert að fara, en gleymdu því að það verði eitthvað sótt að þessum aðilum sem áttu bankana og keyrðu svikamylluna áfram. Við erum saklausir einfeldingar í svikamyllu sem er mikklu stærri en eitthvað 2007 fyrirbæri og við verðum það áfram svo lengi sem við ekki gerum gagngerar breytingar á kerfinu hjá okkur.
Bendi á www.umbot.org og hvað þar kemur fram. Það er í raun alveg ótrúlegt hvað lausnin er í raun einföld, en um leið áhyggjuefni hvað ákveðnir sérhagsmunahópar hafa haldið okkur almenning í fjötrum.
Jón Lárusson, 14.2.2011 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.