Sammála Hawking

Áður en ég segi mína skoðun þá vil ég benda á að ég er kristinn einfaldlega af því að foreldrar mínir eru kristnir og þegar ég fermdist til að staðfesta mína trú þá gerði ég það einungis af því ég vissi ekki betur á þessum aldri. Ég var aðeins að gera eins og allir jafnaldar mínir.

Nú þegar ég er eldri og vonandi vitrari þá veit ég betur. Ég get ekki trúað að Guð sé til þegar öll umgjörðin utan um Guð er lygi búin til af mannkyninu.  Hvað hef ég til sönnunar fyrir þessari lygi, nú auðvitað sömu bók og aðrir nota til að sanna tilvist Guðs biblíuna. Biblían er að minni skoðun ekkert annað en reglubók fyrir kirkjuna. Skrifuð og marg ritskoðuð af mönnum (ekki Guði) til þess eins að gefa einni stofnun (kirkjunni) meiri völd en nokkurri annarri í heiminum. Ég er viss um að biblían inniheldur örlítil söguleg sannleikskorn eins og allar góðar lygasögur. Ef vísindin hafa ekki sannað lygina þá hefur kirkjan sjálf séð til þess að ég hætti að kyngja því sem ofan í mig var troðið þegar ég var ungur. Ég lít núna aðeins á kirkjuna sem samfélagsstofnun sem ég er hluti af til að vera með í hópnum. Ég skammast mín samt fyrir að vera hluti af hópi sem ítrekað í sögunni hefur þröngvar trú sinni upp á aðra. Hvort sem það er með þvingunum, hroðaverkum eða stríði bara af því þeir hafa ekki sömu trú. Skoðið bara söguna þetta er mjög algengt hjá þeim sem trúa því að þeirra guð sé sá eini rétti. Ég get ekki treyst stofnun sem brýtur margar af þeim reglum sem þeir settu sjálfir og reyna svo að réttlæta það með því að endurtúlka eða ritskoða biblíuna (reglubókina). Allt þetta er aðeins leikur til að halda í þau völd sem kirkjan hefur yfir lífi kristinna manna. Á jákvæðari nótum þá tel ég kirkjuna vera góða samfélagslega stofnun sem hjálpar mörgum þegar þeir eiga erfitt og það eru örugglega góðar dæmisögur í biblíunni sem einnig hafa hjálpað. En það hefur ekkert með Guð að gera, þetta er aðeins mannlegt eðli. Ég leyfi þeim að trúa á guð sem vilja en á móti vil ég ekki að troðið sé upp á mig trú sem ég veit að er staðfest lygi.


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þá ekki prinsippatriði að segja sig úr þessu apparati?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2010 kl. 08:00

2 identicon

Langflest börn sjá í gegnum þetta á unga aldri...

Um að gera að segja sig úr dæminu, vera partur af lausninni, við verðum að athuga að foreldrar okkar höfðu ekki sömu tækifæri og við til þess að vita betur, einnig hefðu foreldrar okkar verið úthrópaðir og hreinlega útlægir ef þeir hefðu vogað sér að gagnrýna þetta á sínum tíma.

Make a stand.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 10:35

3 identicon

Það er mjög mikilvægt að allir trúleysingjar skrái sig utan trúfélaga.

Mig grunar nefnilega að þetta eigi við mjög stóran hluta þjóðarinnar, jafnvel meirihluta, þannig að það er skömm að opinberar tölur segi til um annað.

Það er mjög einfalt að skrá sig úr getur gert það með pósti, súmbréfi eða jafnvel á netinu: http://www.fmr.is/pages/1037

Geiri (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband